Umsókn

Umsóknarreglur

Forval

  • Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave (Norðanáttin) – The Northern Wave International short film festival – veitir verðlaun fyrir stuttmyndir sem bæði dómnend og áhorfendur dæma. Umsóknir eru opnar fyrir sjálfstæða kvikmyndagerðarmenn og nemendur um allan heim. Allar myndir verða að vera undir 35 mínútum og verða að hafa verið kláraðar eftir 1. janúar 2017 til að geta tekið þátt. Forvalsnefnd hátíðarinnar velur þær myndir sem sýndar verða á hátíðinni.
  • Allar valdar stuttmyndir (heimildarmyndir, hreyfimyndir, leiknar myndir) eru í keppnisflokki nema vidjóverk og tilraunakenndar myndir sem eru sýndar í sér sal.

Umsóknir

  • Hátíðin tekur aðeins við rafrænum umsóknum.
  • Við tökum aðeins við umsóknum í gegnum rafrænt eyðublað. Hver leikstjóri má ekki senda fleiri en 2 myndir í sama flokki.
  • Allt kynningarefni sem er sent inn til í umsókninni má hátíðin nota til að kynna hátíðina.

Skilafrestur

  • Skilafrestur fyrir íslenskar stuttmyndir, tónlistarmyndbönd og vidjóverk er 1. ágúst 2019
  • Skilafrestur fyrir alþjóðlegar stuttmyndir er 1. júní 2019.

Verðlaun

  • Verðlaunaafhendingin er haldin þegar sýningu mynda líkur á sunnudeginum. Dómnefnd veitir verðlaun í flokki stuttmynda en áhorfendur kjósa um besta tónlistarmyndbandið. Verðlaunagripirnir eru hannaðir af Lavaland en verðlaunað er í eftirfarandi flokkum:

Besta erlenda myndin       Besta íslenska myndi    Besta íslenska tónlistarmyndbandið

  • Allar stuttmyndir og íslensk tónlistarmyndbönd eiga möguleika á verðlaunum..

Opnað verður fyrir umsóknir 1. apríl 2019. Allar umsóknir fara í gegnu Filmfreeway hér: