Um

Fiskiréttakeppnin er einn vinsælasti og best sótti viðburður hátíðarinnar.  Hún fer þannig fram að bæði einstaklingar og fyrirtæki/veitingastaðir geta skráð sig í keppnina á heimasíðu hátíðarinnar. Keppnin fer fram laugardaginn 22. október næstkomandi í Frystiklefanum. Keppendum er úthlutað fiskmeti frá framleiðendum á svæðinu en keppendur koma svo með réttinn tilbúinn í veisluna.

 Boðið er upp á tónlistaratriði á meðan að á keppninni stendur. Kokkurinn Hrefna Rósa Sætran dæmir keppnina. Fisk- og Grillmarkaður Íslands og Hótel Búðir gefa gjafakort fyrir verðlaunahafa. Hér fyrir neðan má sjá gjafakort Hótel Búða að verðmæti 53.900 krónur sem eru aðalverðlaun keppninar. Skráning fer fram hér

1340643c64c14457

Hér er skráningareyðublað fyrir fiskisúpukeppnina.