NORRÆNAR STELPUR SKJÓTA
Á NORTHERN WAVE 2019 

Í tengslum við hátíðina í ár verður haldin tveggja daga vinnustofa í Grundarfirði fyrir 12 ungar kvikmyndagerðarkonur frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Grænlandi og Færeyjum. Vinnustofan, sem er styrkt af Nordbuk, verður haldin frá fimmtudeginum 23. október til föstudagsins 25. október og í kjölfarið fá þátttakendur kynningu og verða viðstaddir Northern Wave Stuttmyndahátiðinni á Rifi frá 25.-27. október.

Vinnustofan er ætluð ungum kvikmyndagerðarkonum sem langar til að starfa við fagið og eru að stíga sín fyrstu skref í þá átt. Þátttakendum verður boðið flug (erlendum þátttakendum), gisting og uppihald á meðan að á vinnustofunni og hátíðinni stendur.

Markmið vinnustofunnar er að mynda tengslanet til framtíðar fyrir ungar kvikmyndagerðarkonur á Norðurlöndunum og koma þeim í tengsl við reyndari konur í faginu sem geta fylgt þeim og verkefnum þeirra til framtíðar. Vinnustofan mun innihalda:

Samstarfsaðilar verkefninsins á Norðurlöndunum munu jafnframt veita ráðgjöf og halda fyrirlestra en þær eru Nina Skydsbjerg Jacobsen(Film in Greenland,Paninoir) framleiðandi frá Grænlandi, Helene Granqvist (Wift í Svíþjóð) framleiðandi frá Svíþjóð, Ingebjörg Torgesen(Wift í Noregi) leikstjóri og framleiðandi frá Noregi og Ingunn í Skrivarastovu framleiðandi(Skrivarastova etc) frá Færeyjum og Dögg Mósesdóttir (Wift á Íslandi) leikstjóri og handritshöfundur. 

Umsóknarfrestur fyrir íslenska umsækendur hefur verið lengdur til 20. júní og hægt er að sækja um hér. Forvalið verður tilkynnt í lok júní!