OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR

Tíunda afmælishátíð Northern Wave hefur nú opnað fyrir umsóknir fyrir íslenskar stuttmyndir, tónlistarmyndbönd og nú í fyrsta sinn, íslensk vidjóverk. Skilafrestur fyrir íslenskar myndir hefur verið framlengdur til 17.september en 20 júlí fyrir alþjóðlegar stuttmyndir. Allar myndir verða að vera undir 305 mínútum og mega ekki vera eldri en frá árinu 2015.

Við erum gríðarlega spennt fyrir tíundu afmælishátíðinni og hlökkum til að taka saman það besta sem er að gerast í grasrót íslenskrar og alþjóðlegrar kvikmyndagerðar.

Hátíðin verður haldin helgina 27.-29. október næstkomandi í Frystiklefanum á Rifi.

Við hlökkum til að fá þína mynd senda.

Northern Wave teymið.

9. NW hátíðin á enda

9. Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Northern Wave lauk um helgina.  Hátíðin vill þakka bæjarbúum og fyrirtækjum sem studdu hátíðina kærlega fyrir hlýjar móttökur í Snæfellsbæ.
Með stuðningi fyrirtækja á svæðinu náði hátíðin í samstarfi við Frystiklefann, að setja upp hágæða kvikmyndahús sem verður áfram í Frystiklefanum og verður nýtt áfram fyrir kvikmynda- og leikhússýningar.

Einstök og persónuleg stemning myndaðist á hátíðinni meðal bæjarbúa, fjölskyldufólks og erlendra gesta hátíðarinnar. Samstarf hátíðarinnar og Frystiklefans mun halda áfram á næsta ári þegar að hátíðin fagnar 10 ára afmæli.

Auk stuttmyndamaraþons og tónlistarmyndbanda var einnig fiskiréttakeppni, tónleikar og sérstök dagskrá fyrir börn, sem var vel heppnuð nýbreytni.

14692075_965943823506610_3749126918744096626_o

Börn og fullorðnir fóru sátt frá hátíðinni en talið er að gestir hátíðarinnar hafi verið á bilinu 150-200 manns þegar mest var en um 30 manna hópur kom erlendis frá til að vera viðstaddir hátíðina og fylgja sínum myndum eftir.

14725615_965154346918891_2524664864859669044_nAnna Þóra í Kaffi Rifi var með „pop up“ veitingarstað í Frystiklefanum í hádeginu á laugardeginum og uppskar fjölmennan afmælissöng en hún átti einmitt afmæli þá.

14753711_966717743429218_7584729717978014150_o
Stuttmyndin Ungar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur var valin besta íslenska stuttmynd hátíðarinnar en einnig voru veitt verðlaun fyrir bestu alþjóðlegu stuttmyndina en þau hlaut myndin „As vacas de Wisconsin“ eftir Söru Traba.
Myndband Loga Hilmarssonar við lagið Playdough VR 360° fyrir Cryptochrome var valið besta tónlistarmyndbandið.
14608951_965460286888297_5609040105806693161_oVerðlaunahafar í fiskréttakeppninni voru þau Sigurborg Björnsdóttir sem hafnaði í þriðja sæti og vann 5kg af saltfiski frá Kg Fiskverkun. Ester Gunnarsdóttir sem lenti í öðru sæti og vann gjafabréf fyrir tvo á Fisk- eða Grillmarkaðinn. Viðar Gylfason var í fyrsta sæti með þorsk í raspi með piparostasósu og vann dekurgjafabréf á Hótel Búðir.
Dögg Mósesdóttir stofnandi og stjórnandi Northern Wave heldur nú til Tékkland þar sem hún mun kynna hátíðina og sitja í pallborði  á alþjóðlegri heimildarmyndahátíð í borginni Jihlava.
Hátíðin þakkar Snæfellsbæ fyrir frábærar móttökur og vonast til að sjá ennþá fleiri á næsta ári.

Nýjustu fréttir

Nú nálgast hátíðin óðfluga og dagskráin farin að taka á sig endanlega mynd. Hér er það helsta:

Nýtt sýningartjald vígt
Hátíðinni hefur verið tekið svakalega vel í Snæfellsbæ og með hjálp fyrirtækja á svæðinu hefur hátíðin náð að fjárfesta í stóru sýningartjaldi sem mun vera áfram í Frystiklefanum. Það er greinilegt að fyrirtækjum og bæjaryfirvöld í Snæfellsbæ sjá verðmætin sem liggja í menningarstarfsemi og vilja sýna það í verki sem er ómetanlegur stuðningur við hátíð sem þessa.
Ilmur Kristjánsdóttir (Hinrika) Réalisateur : Baldvin Zophoníasson
Ilmur Kristjánsdóttir (Hinrika) í Ófærð
Heiðursgestur
Heiðursgestur hátíðarinnar verður leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir sem ætti að vera öllum íslendingum góðkunnug en erlendir gestir hátíðarinnar ættu að kannast við hana úr þáttaröðinni Ófærð. Ilmur mun sitja fyrir svörum á hátíðinni og ræða sína reynslu af kvikmyndagerð, sem leikkona en líka sem handritshöfundur.
fad0ce0f3ebe593d53e681f7a1da43e1
Hljómsveitin Chryptochrome
Tónlistaratriði

Nokkrir tónlistarmenn munu spila á hátíðinni og fylgja þannig eftir tónlistarmyndböndum sínum en nú þegar
hefur Védís Hervör, Futuregrapher, Chryptochrome og Bláskjár staðfest að þau munu spila á hátíðinni.

Bíósýningar, tónleikar, fiskiréttakeppni
1340643c64c14457Fyrir utan metnaðarfulla sýningu á yfir sextíu alþjóðlegum stuttmyndum, íslenskum tónlistarmyndböndum og stuttmyndum býður hátíðin upp á tónleika, fyrirlestur og að lokum fiskiréttasamkeppni. Fiskiréttakeppnin hefur slegið í gegn en þar fá bæjarbúar tækifæri til að flagga því góða hráefni sem framleitt er á staðnum, þ.e.a.s. Fisknum og keppa sín á milli um besta fiskiréttinn eða súpuna. Í ár langar okkur til að hvetja fólk í veitingarrekstri á svæðinu til að koma með rétt. Hrefna Rósa Sætran dæmir keppnina en í verðlaun er Dekurgjafabréf fyrir tvo á Hótel Búðir að verðmæti 53.900 og gjafabréf fyrir tvo út að borða á Fisk- eða Grillmarkaðinn.
Skráning fer fram á heimasíðu hátíðarinnar hér eða á info@northernwavefestival.com  

 

Barnaprógramm
sassc3ad-c3a9g
Þórey Mjallhvít hreyfimyndagerðarkona

Í ár hefur verið lögð mikil áhersla á að búa til skemmtilega dagskrá fyrir börn en hátíðin fer fram um vetrarfríshelgi grunnskólabarna. Boðið verður upp á sérstakar dagskrá mynda fyrir börn, hreyfimyndanámskeið en afraksturinn verður sýndur á hátíðinni og að lokum verða sýndar skrípómyndir á 8mm sýningarvél en krökkum verður boðið að prófa að þræða vélina sjálf. Hægt er að skrá börn á hreyfimyndanámskeiðið með því að senda tölvupóst á info@northernwavefestival.com eða hringja í síma 7700577. Kennari er hreyfimyndagerðarkonan Þórey Mjallhvít.

 
Við vonum að íbúar á svæðinu njóti hátíðarinnar sem og gestir hennar og bjóðum alla hjartanlega velkomna.