Heiðursgestir

MONICA LEE BELLAIS OG EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR

HEIÐURSGESTIR NORTHERN WAVE 2017

Í tilefni af 10 ára afmæli hátíðarinnar ætlum við að fagna því að vera komin upp í tveggja stafa tölu með tveimur heiðursgestum.  Okkar ástsæla leikkona Edda Björgvinsdóttir og bandaríski kvikmyndaframleiðandinn og leikkonan Monica Lee Bellais eru heiðursgestir hátíðarinnar í ár.

Laugardaginn 28. október mun fara fram meistarspjall með þeim stöllum þar sem þær munu ræða ýmis málefni sem við koma kvikmyndagerð, svo sem Harvey Weinstein sem Monica hefur haft mikil kynni af og hvort Hollywood geti eitthvað lært af litla Íslandi og öfugt, svo eitthvað sé nefnt. Monica hefur í áraraðir starfað með þekktustu stjörnum Hollywood bæði sem leikkona(The Flinsstone, The Mask, House of cards), handritshöfundur og framleiðandi en síðasta mynd hennar sem framleiðandi, „Wakefield“, skartaði Brian Cranston úr Breaking Bad í aðalhlutverki. Monica hefur mikinn áhuga á að tengjast íslenskri kvikmyndagerð og koma íslensku kvikmyndagerðarfólki á framfæri í Bandaríkjunum.

Myndir Northern Wave 2017

Á hátíðinni í ár verða sýndar 32 alþjóðlegar stuttmyndir, 20 íslenskar stuttmyndir og 14 íslensk tónlistarmyndbanda auk 10 mynbandsverka. Kynnið ykkur myndirnar.

Hér er forval íslenskra mynda

Hér er forval alþjóðlegra mynda.

og hér er forval tónlistarmyndbanda.

Forval alþjóðlegra mynda NW17

 

FORVAL ALÞJÓÐLEGRA MYND
Titill Leikstjóri Land
Mutants Alexandre Dostie Kanada
Shelter in the North Mate Artur Vincze, Noemi Veronika Szakonyi Ísland
With Thelma Ann Sirot & Raphaël Balboni Belgía
All that remains Anne-Lise Morin Belgía
Remember Me Fabrice Murgia Belgía
Tinnitus François Chandelle Belgía
The last dance of Walter Vintorp Claude Neuray Belgía
WHEN I WAS A CHILD… Elena Molina Spánn, Burkina Faso, Frakkland
Unfinished Tales : Golden Watch Hussam Ismail Jórdanía,Frakkland,Bandaríkin
Ruby pleine de marde Jean-Guillaume Bastien Kanada
The monopoly of stupidity Hernán Velit Perú
Men in The Mirror Siri Nerbø Írland
Calamity Séverine De Streyker & Maxime Feyers Belgía
8 minutes Giorgi Gogichaishvili Georgia
Bravoman Evelina Barsegian Rússland
Lu Piscatori (The Fisherman) Simone Marangi Italía
A casa mia (At my home) Mario Piredda Italía
zero mm semaa samir Italía
God does exist, or Where Do Babies Come From Guzel Sultanova Rússland
Belle Ville Jung Wonhee Frakkland / Suður Kórea
Men Talk About Mother Bunny Schendler England
MARGIE Domenico Modafferi Italía
#WHOWEKILL Pavel Ivanov Rússland
Odd & Maud Michael Axelsson Noregur
An Autobiography Mari Manela Finland
Final Act John Lyden Bandaríkin
Gylfaginning – The Deluding of King Gylfi Diana Vidrascu Frakkland
Born Wrong/Syntymävika Kaisa El Ramly Finland
Prinsesspojken Sosi Chamoun Svíþjóð
Gemini Zamen ali Írak
The Realm of Deepest Knowing Seunghee Kim Suður Kórea
Radio Dolores Katariina Lillqvist Finland, Tékkland
Movements Arising from Different Relationships – Between Regularity and Irregularity II Masahiro Tsutani Japan

Vantar þig far á hátíðina?

Ekki missa af 10 ára afmæli Alþjóðlegu stuttmyndahátíðarinnar Northern Wave í Frystiklefanum á Rifi? Vantar þig kannski far? Atak.is ætlar að gefa öllum gestum hátíðarinnar 40% afslátt á öllum vefverðum á bílaleigubílum. Sendu okkur tölvupóst á info@northernwavefestival.com- subjet: ATAK CAR, ef þú hefur áhuga. Við hlökkum til að sjá þig!