Lokað fyrir umsóknir

Hátíðin hefur nú lokað fyrir umsóknir fyrir elleftu Northern Wave hátíðina sem fer fram helgina 26.-28. október. Við þökkum öllum sem sendu inn stuttmynd, tónlistarmyndband eða vidjóverk.

Hátíðinni bárust rúmlega 200 erlendar myndir og um 80 íslenskar myndir, tónlistarmyndbönd og vidjóverk.

Alþjóðleg valnefnd hátíðarinnar situr nú sveitt yfir forvalinu og er nú að ljúka forvali erlendra mynda. Öllum leikstjórum verður tilkynnt um forvalið fyrir 1.september næstkomandi.

Miðað við úrval innsendra mynda og heiðursgestinn sem verður tilkynntur, von bráðar, þá stefnir í frábæra hátíð í ár!

Opið fyrir umsóknir

Það gleður okkur að tilkynna að Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave (Norðanáttin) verður haldin í ellefta sinn helgina 26. – 28. október næstkomandi í Frystiklefanum á Rifi.

Við höfum nú opnað fyrir umsóknir en skilafrestur er til 1.júní næstkomandi.

Öll umsóknareyðublöð má finna hér

Verðlaunahafar NW17

Beta íslenska stuttmyndin

Munda í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur

Besta tónlistarmyndbandið 

Life as a wall eftir Jay Taylor í leikstjórn Thoracius Appotite

Besta erlenda myndin

Odd & Maud í leikstjórn Michael Axelsson(Svíþjóð)

Besti fiskirétturinn

Veitingastaðurinn Langaholt, Snæfellsnesi

 

 

Heiðursgestir

MONICA LEE BELLAIS OG EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR

HEIÐURSGESTIR NORTHERN WAVE 2017

Í tilefni af 10 ára afmæli hátíðarinnar ætlum við að fagna því að vera komin upp í tveggja stafa tölu með tveimur heiðursgestum.  Okkar ástsæla leikkona Edda Björgvinsdóttir og bandaríski kvikmyndaframleiðandinn og leikkonan Monica Lee Bellais eru heiðursgestir hátíðarinnar í ár.

Laugardaginn 28. október mun fara fram meistarspjall með þeim stöllum þar sem þær munu ræða ýmis málefni sem við koma kvikmyndagerð, svo sem Harvey Weinstein sem Monica hefur haft mikil kynni af og hvort Hollywood geti eitthvað lært af litla Íslandi og öfugt, svo eitthvað sé nefnt. Monica hefur í áraraðir starfað með þekktustu stjörnum Hollywood bæði sem leikkona(The Flinsstone, The Mask, House of cards), handritshöfundur og framleiðandi en síðasta mynd hennar sem framleiðandi, „Wakefield“, skartaði Brian Cranston úr Breaking Bad í aðalhlutverki. Monica hefur mikinn áhuga á að tengjast íslenskri kvikmyndagerð og koma íslensku kvikmyndagerðarfólki á framfæri í Bandaríkjunum.