Fiskiréttakeppnin

Fiskiréttakeppnin er einn vinsælasti og best sótti viðburður hátíðarinnar.  Hún fer þannig fram að bæði einstaklingar og fyrirtæki/veitingastaðir geta skráð sig í keppnina á heimasíðu hátíðarinnar. Keppnin fer fram laugardaginn 28. október næstkomandi í Frystiklefanum.  Hátíðin getur aðstoðað við að útvega fiskmeti ef þess er þarf.

Hér er skráningareyðublað fyrir fiskiréttakeppnina. Allir þátttakendur fá tvö armbönd inn á hátíðina.