Dómnefnd

Dómnefnd NW17

 Ottó Geir Borg                                           5869248dc973d19d3acc514d08ea1be1-400x250
Ottó 15 ára reynslu sem handritshöfundur í íslenska sjónvarps- og kvikmyndageiranum og má segja að sé handritagúru okkar Íslendinga . Hann hefur skrifað fjölda kvikmynda, sjónvarpsþátta, heimildamynda og áramótaskaupið.
Meðal þeirra kvikmynda sem Ottó hefur verið höfundur og/ eða meðhöfundur af eru Víti í Vestmannaeyjum, Ég man þig,Brim, Gauragangur og Astrópía.

 

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Steinunn er ein af okkar ástælustu leikkonu og þarf vart að kynna. Hún hefur leikið í leikhúsi, kvikmyndum og í sjónvarpi, nú síðast í framhaldsþáttunum Rétti, Föngum, Stellu Blómkvist og Ófærð. Í upphafi ferils síns lék hún í sjónvarpsþáttaröðunum Litbrigðum jarðarinnar og Sigla himinfley. Meðal kvikmynda sem Steinunn hefur leikið í eru Ein stór fjölskylda, Bjólfskviða, Perlur og svín og Ikingut.

Steinunn stjórnaði sjónvarpsþættinum Milli himins og jarðar um tveggja ára skeið hjá RÚV en að auki rekur hún og ritstýrir Kvennablaðinu.

Steinunn Ólína mun stýra masterklassa Gale Anne Hurd.

Nanna Frank Rasmussen

Er formaður danska gagnrýnendafélagsins og fyrrum formaður Wift í Danmörku. Nanna starfar sem gagnrýnandi hjá Jyllands Posten og hefur setið í fjölda dómnefnda fyrir hin virtu Fipresci gagnrýnendaverðlaunin. Nanna hefur að auki unnið sem þáttastjórnandi fyrir DR.
Nanna mun stýra „Meet the masters“ með Valdísi Óskarsdóttur

*Besta tónlistarmyndbandið er kosið af áhorfendum