Verðlaunahafar NW18

Elleftu alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Northern Wave lauk um síðustu helgi.

Tvær stuttmyndir báru sigur úr býtum, belgíska stuttmyndin May Day eftir Olivier Magis, Fedrik De Beul og íslenska stuttmyndin Bjarnarblús eftir Loga Sigursveinsson. Hægt er að horfa á Bjarnarblús hér.

Áhorfendaverðlaun í flokki tónlistarmyndbanda fóru til  „Into the Dark“ með hljómsveitinni Between Mountains í leikstjórn Hauks Bjorgvinssonar .

Á hátíðinni var meðal annars boðið upp á meistaraspjall með Valdísi Óskarsdóttur kvikmyndagerðarkonu. Valdís er helst þekkt fyrir að hafa klippt kvikmyndirnar, Eternal Sunshine of the spotless mind, Festen, Mifune, Julien Donkey boy, leikstjóra og handritshöfundi. Meistaraspjallið var á vegum Womart og Wift Nordic.

Meistarspjalli stjórnaði Nanna Frank Rasmussen sem er yfir stjórn dönsku gagnrýnendasamtakanna. Myndband með meistaraspjalli hér að neðan:

Framleiðandinn Gale Anne Hurd (The Terminator, Aliens, The Hulk, The Walking dead) var heiðursgestur hátíðarinnar og var með meistarspjall stýrt af Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu og ritstýru sem stýrði spjallinu en Steinunn Ólína var einnig í dómnefnd hátíðarinnar. Hér er upptaka af spjallinu :

Verðlaunahafi Fiskiréttaveislunar var Steinunn Júlíusdóttir frá Rifi, sem var með Kolarétt sem hún þróaði fyrir mörgum árum eftir eigin uppskrift og er veislumatur að hennar eigin sögn og greinilega hafa gestir hátíðarinnar verið sammála því þeir kusu réttinn sem sigurvegara kvöldsins.