Forval stuttmynda

Northern Wave verður haldin hátíðilega þann 26.-28. október næstkomandi í Frystiklefanum á Rifi. Undirbúningur hátíðarinnar hefur staðið yfir frá byrjun árs og má búast við veglegri hátíð í ár og því rétt að tryggja sér gistingu í Snæfellsbæ sem fyrst. Alþjóðleg forvalsnefnd hefur setið sveitt að störfum en hátíðinni bárust tæpar 50 íslenskar stuttmyndir og rúmlega 250 erlendar stuttmyndir. Forvalið hefur nú verið opinberað hér á heimasíðu hátíðarinnar en í ár verða sýndar 31 alþjóðlegar stuttmyndir, 23 íslenskar stuttmyndir og 15 íslensk tónlistarmyndbönd.

Forval íslenskra tónlistarmyndbanda er unnið í samstarfi við Albumm.is og verður birt innan skamms.

Við þökkum öllum sem sendu inn mynd fyrir hátíðina í ár og óskum öllum góðs gengis og hlökkum til að sjá sem flesta á Rifi í október.

Lokað fyrir umsóknir

Hátíðin hefur nú lokað fyrir umsóknir fyrir elleftu Northern Wave hátíðina sem fer fram helgina 26.-28. október. Við þökkum öllum sem sendu inn stuttmynd, tónlistarmyndband eða vidjóverk.

Hátíðinni bárust rúmlega 200 erlendar myndir og um 80 íslenskar myndir, tónlistarmyndbönd og vidjóverk.

Alþjóðleg valnefnd hátíðarinnar situr nú sveitt yfir forvalinu og er nú að ljúka forvali erlendra mynda. Öllum leikstjórum verður tilkynnt um forvalið fyrir 1.september næstkomandi.

Miðað við úrval innsendra mynda og heiðursgestinn sem verður tilkynntur, von bráðar, þá stefnir í frábæra hátíð í ár!

Opið fyrir umsóknir

Það gleður okkur að tilkynna að Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Wave (Norðanáttin) verður haldin í ellefta sinn helgina 26. – 28. október næstkomandi í Frystiklefanum á Rifi.

Við höfum nú opnað fyrir umsóknir en skilafrestur er til 1.júní næstkomandi.

Öll umsóknareyðublöð má finna hér

Verðlaunahafar NW17

Beta íslenska stuttmyndin

Munda í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur

Besta tónlistarmyndbandið 

Life as a wall eftir Jay Taylor í leikstjórn Thoracius Appotite

Besta erlenda myndin

Odd & Maud í leikstjórn Michael Axelsson(Svíþjóð)

Besti fiskirétturinn

Veitingastaðurinn Langaholt, Snæfellsnesi