Forval NW19 í fullum gangi

Umsóknarfrestur fyrir íslenskar stuttmyndir og tónlistarmyndbönd líkur 1. ágúst. Umsóknarfrestur alþjóðlegra stuttmynda lauk 1.júní .Umsóknarfrestur fyrir vinnustofu Nordic Girls Shoot hefur verið framlengdur til 20.júní fyrir  íslenska umsækendur .

Forval allra stuttmynda verður tilkynnt í ágúst en umsækendum á vinnustofu Norrænar Stelpur Skjóta verður tilkynnt þátttaka. Umsóknareyðublaðið má finna hér.

Verðlaunahafar NW18

Elleftu alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Northern Wave lauk um síðustu helgi.

Tvær stuttmyndir báru sigur úr býtum, belgíska stuttmyndin May Day eftir Olivier Magis, Fedrik De Beul og íslenska stuttmyndin Bjarnarblús eftir Loga Sigursveinsson. Hægt er að horfa á Bjarnarblús hér.

Áhorfendaverðlaun í flokki tónlistarmyndbanda fóru til  „Into the Dark“ með hljómsveitinni Between Mountains í leikstjórn Hauks Bjorgvinssonar .

Á hátíðinni var meðal annars boðið upp á meistaraspjall með Valdísi Óskarsdóttur kvikmyndagerðarkonu. Valdís er helst þekkt fyrir að hafa klippt kvikmyndirnar, Eternal Sunshine of the spotless mind, Festen, Mifune, Julien Donkey boy, leikstjóra og handritshöfundi. Meistaraspjallið var á vegum Womart og Wift Nordic.

Meistarspjalli stjórnaði Nanna Frank Rasmussen sem er yfir stjórn dönsku gagnrýnendasamtakanna. Myndband með meistaraspjalli hér að neðan:

Framleiðandinn Gale Anne Hurd (The Terminator, Aliens, The Hulk, The Walking dead) var heiðursgestur hátíðarinnar og var með meistarspjall stýrt af Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu og ritstýru sem stýrði spjallinu en Steinunn Ólína var einnig í dómnefnd hátíðarinnar. Hér er upptaka af spjallinu :

Verðlaunahafi Fiskiréttaveislunar var Steinunn Júlíusdóttir frá Rifi, sem var með Kolarétt sem hún þróaði fyrir mörgum árum eftir eigin uppskrift og er veislumatur að hennar eigin sögn og greinilega hafa gestir hátíðarinnar verið sammála því þeir kusu réttinn sem sigurvegara kvöldsins.

Gale Anne Hurd heiðursgestur

Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er oft kölluð “the first lad of Sci fi” en það er engin önnur en Hollywood framleiðandinn Gale Anne Hurd og eigandi Valhalla Entertainment. Gale var meðhöfundur og framleiðandi hinnar gosagnakenndu Terminator, auk þess að framleiða Aliens, Hulk, Armageddon og The Walking dead svo dæmi séu nefnd.

Gale mun vera með masterklassa á hátíðinni en leikkonan Steinunn Ólína mun taka viðtal við Gale um feril hennar. Steinunn Ólína er einnig í dómnefnd hátíðarinnar ásamt Ottó Geir Borg handritshöfundi og Nanna Frank Rasmussen, gagnrýnanda hjá Jyllands Posten í Danmörku.

Hátíðin skipuleggur að auki, í samstarfi við Wift og bandaríska sendiráðið, sérstaka sýningu á heimildarmynd sem Gale framleiddi frá árinu 2017, sem heitir MANKILLER og fjallar um baráttu fyrsta Cherokee kvenhöfðingjans í bandaríkjum, Wilma Mankiller, fyrir auknum réttindum frumbyggja.

Myndin verður sýnd samtímis í Frystiklefanum á Rifi og í Bíó Paradís, sunnudaginn 28. október klukkan 20.00. Gale mun svara spurningum úr sal eftir myndina í Bíó Paradís.

Tryggðu þér sæti og skráðu þig hér á sýningu MANKILLER í Bíó Paradís.

Hér er sýnishorn úr heimildarmyndinni MANKILLER

Skráning er hafin í fiskiréttakeppnina

Kannt þú að elda frábæran fiskirétt eða fiskisúpu?

Fiskiréttakeppnin er einn vinsælasti og best sótti viðburður hátíðarinnar.

Fiskiréttakeppnin fer þannig fram að bæði einstaklingar og fyrirtæki/veitingastaðir geta tekið þátt með því að skrá sig á facebook, eða hér fyrir neðan.

Allir keppendur geta óskað eftir fiskmeti og elda svo réttina heima hjá sér og koma með í Frystiklefanann en keppnin fer fram laugardagskvöldið, 27. október næstkomandi .

Keppendur gefa gestum hátíðarinnar smakk af sínum rétti og gestirnir kjósa svo um besta fiskiréttinn.

Allir þátttakendur í keppninni fá tvö armbönd inn á hátíðina (að værðmæti 5000 krónur hvort) og flösku af gæðagininu Himbrima. Vinningshafar fá verðlaunagrip hannaðan af Lavaland, auk gjafabréfs á Fisk-Grill-eða Skelfiskmarkað Hrefnu Rósu Sætran og ferð í Buublees á Íslandi að verðmæti 119.000 krónur.